Tinna Traustadóttir
Þegar umræða kviknar um raforkuverð er eðlilegt að fólk líti fyrst til Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins og í eigu þjóðarinnar allrar. Það er þó alls ekki svo að hjá Landsvirkjun sé að finna upphaf og endi vinnslu, dreifingar og verðlags á raforku á Íslandi.
Kerfið okkar á Íslandi er einstakt. Við vinnum raforku úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og fljótlega bætist vindorkan við. Sex fyrirtæki vinna raforku hér á landi, samtals um 20 teravattstundir á ári. Af því renna 16 TWst beint um flutningskerfi Landsnets til stórnotenda (álvera, kísilmálmverksmiðja, fiskeldisfyrirtækja, gagnavera og fleiri) en um 4 TWst fara á heildsölumarkað. Þar kaupa níu smásölufyrirtæki orku og selja áfram til heimila og allra almennra fyrirtækja og stofnana, sem geta valið hvaða smásala þau skipta við.
...