Uppbygging raforkukerfisins hefur mest áhrif á raforkuverð. Nýting hagkvæmra virkjunarkosta, traust flutningsgeta og tímanlegar fjárfestingar eru þar lykilþættir.
Tinna Traustadóttir
Tinna Traustadóttir

Tinna Traustadóttir

Þegar umræða kviknar um raforkuverð er eðlilegt að fólk líti fyrst til Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins og í eigu þjóðarinnar allrar. Það er þó alls ekki svo að hjá Landsvirkjun sé að finna upphaf og endi vinnslu, dreifingar og verðlags á raforku á Íslandi.

Kerfið okkar á Íslandi er einstakt. Við vinnum raforku úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og fljótlega bætist vindorkan við. Sex fyrirtæki vinna raforku hér á landi, samtals um 20 teravattstundir á ári. Af því renna 16 TWst beint um flutningskerfi Landsnets til stórnotenda (álvera, kísilmálmverksmiðja, fiskeldisfyrirtækja, gagnavera og fleiri) en um 4 TWst fara á heildsölumarkað. Þar kaupa níu smásölufyrirtæki orku og selja áfram til heimila og allra almennra fyrirtækja og stofnana, sem geta valið hvaða smásala þau skipta við.

...