Hilmar Finnsson fæddist 21. júní 1949. Hann lést 7. desember 2024.

Útför hans fór fram 18. desember 2024.

Handtakið var þétt. Traustvekjandi.

Við fluttum suður haustið 1969 og systir mín, nemandi í MA, þurfti að afplána hálfan vetur í 5. bekk í MR. Hún komst norður aftur en dökkur, skeggjaður og úfinn náungi sem reykti pípu og hún hafði kynnst fyrir sunnan þurfti að hafa mikið fyrir því að halda sambandi. Síðan komust foreldrar okkar að því að náunginn var bróðursonur bekkjarbróður þeirra úr MA, ættaður frá Hvilft í Önundarfirði. Það var ekki verra. Hilmar kynnti sig hins vegar stundum sem Hilmar Finnsson frá Slagelse. Æskuheimili Hilmars átti djúpar rætur í íslenskri og danskri/evrópskri menningu og tónlistararfi.

Hilmar veiktist alvarlega 1977 og var vart

...