Einn fórst og tólf særðust þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð snemma í gærmorgun. Olli árásin nokkrum skemmdum í miðborg Kænugarðs, þar á meðal á byggingu þar sem sendiráð sex ríkja voru til húsa
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Einn fórst og tólf særðust þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð snemma í gærmorgun. Olli árásin nokkrum skemmdum í miðborg Kænugarðs, þar á meðal á byggingu þar sem sendiráð sex ríkja voru til húsa. Þá skemmdist einnig húsnæði þjóðarháskóla Úkraínu í málvísindum í árásinni.
Loftvarnasveitir Úkraínu sögðu að þær hefðu skotið niður allar þær fimm eldflaugar Rússa sem beindust gegn höfuðborginni, en að brak úr eldflaugunum hefði valdið skaða. Úkraínska varnarmálahugveitan Defence Express sagði það rétt að eldflaugarnar hefðu verið skotnar niður, en að ekki hefði tekist að eyðileggja sprengjuodd einnar þeirrar, og hefði sú eldflaug því valdið mestu skemmdunum.
Fordæma árás á sendiráðin
Utanríkisráðuneyti
...