Friðrikka Baldvinsdóttir fæddist 25. mars 1931. Hún lést 4. desember 2024.
Útför hennar fór fram 18. desember 2024.
Opinn faðmur, hlýtt bros, umhyggja, kátína og gleði. Það eru hugtök sem okkur koma í hug þegar við minnumst hennar Dísu hans Heimis. Dísa hét alls ekki Dísa, hún hét raunar Friðrikka okkur til mikillar furðu þegar það kom í ljós. Við vorum fimm systurnar, dætur vinahjóna þeirra Heimis og Dísu. Leiðir okkar lágu saman þegar feður okkar reistu sér sumarbústað í Prentarabústöðunum í Laugardal. Heimir og Dísa með sín fimm börn og foreldrar okkar með sín fimm.
Í sveitinni var lífið mikið ævintýri. Feðurnir ruddu land, handgrófu grunna að bústöðum sínum og steyptu. Talsvert var um samvinnu og reistu þeir Heimir og faðir okkar bústaði sína samkvæmt danskri teikningu, steyptur grunnur á
...