Ég þurfti að taka á öllu mínu til að fara ekki að gráta; ég var í svo mikilli geðshræringu. Hún sat svo þarna og horfði á okkur leika senu uppi á sviði. Þetta var algjörlega mögnuð og ævintýraleg stund.
„Það er geggjað að vera miðaldra! Ég held að það skipti máli hvernig maður vinnur úr hlutum í lífinu því enginn fer í gegnum lífið áfallalaust, þó þær séu misbrattar brekkurnar sem við þurfum að klífa,“ segir leikkonan Nína Dögg.
„Það er geggjað að vera miðaldra! Ég held að það skipti máli hvernig maður vinnur úr hlutum í lífinu því enginn fer í gegnum lífið áfallalaust, þó þær séu misbrattar brekkurnar sem við þurfum að klífa,“ segir leikkonan Nína Dögg. — Morgunblaðið/Ásdís

Við Nína Dögg Filippusdóttir mætumst fyrir utan Þjóðleikhúsið einn fallegan vetrardag í vikunni og drífum okkur inn í hlýjuna til að spjalla um leiklistina og lífið. Vart þarf að kynna Nínu, en hún hefur fest sig í sessi sem ein ástsælasta leikkona landsins, ekki síst í óvenjulegum uppfærslum á sviði og í sjónvarpsþáttum Vesturports. Skemmst er að minnast Verbúðarinnar sem sló eftirminnilega í gegn hjá þjóðinni.

Það er í nógu að snúast nú fyrir jólin og stutt í frumsýningu á jólaleikriti Þjóðleikhússins, Yermu, þar sem Nína leikur aðalhlutverkið. Hún segist hlakka til að halda jól með sínum nánustu, stíga á fjalirnar og eyða svo áramótunum í New York með eiginmanninum Gísla Erni og börnunum tveimur. Ekki er spennan minni fyrir frumsýningu á sjónvarpsþáttum um Vigdísi forseta en fyrsti þáttur er á nýársdag. Þar leikur Nína frú Vigdísi sem var fyrirmynd hennar í æsku en er í dag

...