Við Nína Dögg Filippusdóttir mætumst fyrir utan Þjóðleikhúsið einn fallegan vetrardag í vikunni og drífum okkur inn í hlýjuna til að spjalla um leiklistina og lífið. Vart þarf að kynna Nínu, en hún hefur fest sig í sessi sem ein ástsælasta leikkona landsins, ekki síst í óvenjulegum uppfærslum á sviði og í sjónvarpsþáttum Vesturports. Skemmst er að minnast Verbúðarinnar sem sló eftirminnilega í gegn hjá þjóðinni.
Það er í nógu að snúast nú fyrir jólin og stutt í frumsýningu á jólaleikriti Þjóðleikhússins, Yermu, þar sem Nína leikur aðalhlutverkið. Hún segist hlakka til að halda jól með sínum nánustu, stíga á fjalirnar og eyða svo áramótunum í New York með eiginmanninum Gísla Erni og börnunum tveimur. Ekki er spennan minni fyrir frumsýningu á sjónvarpsþáttum um Vigdísi forseta en fyrsti þáttur er á nýársdag. Þar leikur Nína frú Vigdísi sem var fyrirmynd hennar í æsku en er í dag
...