Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar hefur flutt á Laugaveg 29, þar sem áður var verslunin Brynja. „Þetta var líklega verst geymda leyndarmál Reykjavíkur. Við vorum líklegast þeir einu sem vissu ekki að við ættum að flytja hingað, en það var…
Félagarnir Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson eru kátir með nýja staðsetningu verslunar sinnar.
Félagarnir Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson eru kátir með nýja staðsetningu verslunar sinnar. — Morgunblaðið/Eggert

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar hefur flutt á Laugaveg 29, þar sem áður var verslunin Brynja. „Þetta var líklega verst geymda leyndarmál Reykjavíkur. Við vorum líklegast þeir einu sem vissu ekki að við ættum að flytja hingað, en það var fullt af fólki sem sagði við eigendurna af hverju Kormákur og Skjöldur kæmu ekki hérna,“ segja félagarnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson í samtali við Morgunblaðið.

Þá minnist Kormákur þess að hafa rekist á fyrrverandi starfsmenn Brynju í lyklaerindum í Súðarvogi. Hann hafi sýnt þeim lyklana að bakdyrum Brynju og þeir svarað af mikilli ákefð: „Eruð þið komnir með Brynju? Ég vissi það. Ég sagði alltaf að þið ættuð eftir að koma þarna

...