„Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við því að þetta verði frábærir tónleikar því þetta eru allt saman frábærir flytjendur sem hafa mikla reynslu í að flytja þessa tónlist. Það sem er svo afar sérstakt og óvenjulegt er að báðir kórarnir sem …
Mótettukórinn í Hörpu Benedikt segir flesta flytjendurna á tónleikunum hafa flutt Jólaóratóríu Bachs margoft áður og þeir þekki því verkið út og inn.
Mótettukórinn í Hörpu Benedikt segir flesta flytjendurna á tónleikunum hafa flutt Jólaóratóríu Bachs margoft áður og þeir þekki því verkið út og inn. — Ljósmynd/Kristín Bogadóttir

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við því að þetta verði frábærir tónleikar því þetta eru allt saman frábærir flytjendur sem hafa mikla reynslu í að flytja þessa tónlist. Það sem er svo afar sérstakt og óvenjulegt er að báðir kórarnir sem Hörður Áskelsson stofnaði, Mótettukórinn og Schola Cantorum, verða á tónleikunum en þeir syngja sjaldan báðir í einu. Ég er búinn að skipta verkinu í tvennt, hvað varðar kórkaflana, þannig að sumt syngur Mótettukórinn og sumt syngur Schola Cantorum. Það mun búa til annars konar litbrigði á þetta verk en ég held að engum detti í hug að flytja það með tveimur mismunandi kórum. Þeir verða líka hvor á sínum staðnum á sviðinu þannig að pælingin er tiltölulega frumleg,“ segir Benedikt Kristjánsson, tenór og stjórnandi, spurður út í lokatónleika Listvinafélagsins í

...