Fenguð þið nokkuð nóg af Tyrone Power um síðustu helgi? Nei, ég hélt ekki, enda útilokað að fá nóg af slíkum sjarmörum og hjartaknúsurum. Hér verður því þráðurinn tekinn upp aftur en í stað þess að einblína sérstaklega á kvikmyndaleikarann dáða sem…
— Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Fenguð þið nokkuð nóg af Tyrone Power um síðustu helgi? Nei, ég hélt ekki, enda útilokað að fá nóg af slíkum sjarmörum og hjartaknúsurum. Hér verður því þráðurinn tekinn upp aftur en í stað þess að einblína sérstaklega á kvikmyndaleikarann dáða sem gerði garðinn frægan í þristinum, fjarkanum og fimmunni á síðustu öld, eins og tímaritið Stjörnur kvikmyndanna gerði og vitnað var til hér í blaðinu fyrir viku, þá ætlum við núna að líta aðeins á fjölskyldu hans í víðu samhengi. Það eina sem slær við góðu ættfræðigrúski er gott ættfræðigrúsk fyrir jólin. Ekki satt?

Tyrone Power III, það er okkar maður, heyrir til fjölskyldu þar sem ekki er þverfótað fyrir leikurum og leikkonum. Maður þekkir satt best að segja varla annað eins. Þeir eru til dæmis fjórir í beinan karllegg sem bera eða báru þetta ágæta nafn og voru eða eru leikarar; langafi, faðir og sonur Tyrones

...