Boðskapur jólanna segir okkur að raunverulegur friður er innan seilingar og handan við hornið.
Helgileikur Sagan af fæðingu frelsarans ber með sér von.
Helgileikur Sagan af fæðingu frelsarans ber með sér von. — Morgunblaðið/Golli

Gunnar Jóhannesson

Aðventuljósin loga bjart og það líður óðum að jólum.

Hver er boðskapur jólanna? var spurt.

Er því ekki svarað best með orðinu von?

Ekkert eitt orð fangar veruleika og boðskap jólanna betur að mínu mati. Jól boða ekki bara von fyrir allan heiminn, von um eitthvað annað og betra, þrátt fyrir öll þau vandamál og allar þær hættur sem blasa við í veröldinni í dag – og virðast vera allt að því óyfirstíganlegar – heldur einnig von fyrir mig, þrátt fyrir alla mína misbresti og vankanta.

Raunverulega von fyrir alla!

Af hverju?

Jú, vegna þess að sá Guð sem er skapari alls alheimsins,

...