Valbjörn Sæbjörnsson fæddist 25. júlí 1959. Hann lést 12. desember 2024.

Útför hans fór fram 19. desember 2024.

Elsku Valbjörn bróðir.

Þegar hugurinn reikar til baka í gegnum árin er svo ótrúlega margs að minnast. Þegar við vorum að alast upp man ég hversu góður þú varst við mig en alltaf stríðinn inn á milli. Þú hafðir gaman af því að stríða mér og fannst mér það skemmtilegt því þá fékk ég svo mikla athygli frá þér.

Ég minnist þeirra stunda sem við áttum hjá ömmu og afa í Stykkishólmi, þér þótti svo gaman að vera þar og varst þú sérstaklega áhugasamur um að vera á bryggjunni að veiða marhnúta. Já, þú elskaðir að vera hjá þeim enda áttum við margar góðar minningar frá ömmu og afa í Stykkishólmi. Eftir að við urðum fullorðin gátum við talað mikið um þennan tíma

...