Ég veit ekki hvert þetta leiðir mig en þetta er ofsalega gaman og þarna fæ ég að spila tónlist sem var aldrei pláss fyrir í Mezzoforte. Ég gef mér fullt listrænt frelsi.
Gulli Briem fer nú sínar eigin leiðir í tónlist, en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við tónlistina í Yermu sem frumsýnt verður um jólin.
Gulli Briem fer nú sínar eigin leiðir í tónlist, en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við tónlistina í Yermu sem frumsýnt verður um jólin. — Morgunblaðið/Ásdís

Við Gulli Briem hittumst kannski ekki á horninu á Mánabar, eins og segir í frægu lagi með HLH-flokknum, en á Mánabar hittumst við þó. Sá huggulegi samkomustaður er í Þjóðleikhúsinu og þar er gott að setjast niður og spjalla. Gunnlaugur Briem, sem ávallt er kallaður Gulli, er alsæll að vinna í því frábæra húsi. Ekki var þó nóg að semja tónlistina, því hann mun vera á sviðinu ásamt tveimur öðrum hljóðfæraleikurum, Snorra Sigurðarsyni trompetleikara og Valdimari Olgeirssyni bassaleikara. Tónlistin skipar stóran sess í sýningunni.

Kafað ofan í mannssálina

Yerma, sem er upphaflega spænskt leikrit frá 1934, er jólasýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Verkið var síðar umskrifað fyrir breskt leikhús af Simon Stone og fært í nútímalegan búning.

„Þessi uppfærsla er svo

...