Þetta er bók sem einfalt verður að fara með í ferðalagið, flugferðina, sumarbústaðinn, útileguna eða partíið,“ segir Garðar Örn Hinriksson höfundur Spurningahandbókarinnar, sem hefur að geyma 1.200 fjölbreyttar spurningar. Bókin er klár frá hendi höfundar en hann freistar þess nú að fjármagna útgáfuna gegnum Karolinafund og hefur út janúar til að ná settu marki, 3.000 evrum. Bókin yrði svo afhent í febrúar.
„Spurningaspil eru almennt kjánalega dýr á Íslandi, oft á bilinu 8-12 þúsund krónur, og ég fékk þá hugmynd fyrir um ári að leita leiða til að gera þetta ódýrara fyrir áhugafólk um spurningaleiki og gera fleirum kleift að eignast svona spil. Þess vegna fer ég þá leið að gefa út bók en ekki spil og gangi allt að óskum ætti hún að kosta undir fjögur þúsund krónum út úr búð. Ég heyri á fólki að því þykir þetta sniðug
...