Til að skilja til fulls skipulagsklúðrið að Álfabakka 2a (græna vegginn) þarf að elta peningana.
Helgi Áss Grétarsson
Helgi Áss Grétarsson

Helgi Áss Grétarsson

Þótt margir embættismenn hjá Reykjavíkurborg sinni störfum sínum af alúð í þágu borgarbúa þá litast stjórnsýslukerfi borgarinnar of mikið af óheilbrigðum venjum og starfsháttum. Það á ekki síst við um málefni sem tengjast skipulags- og samgöngumálum. Nýjasta og mest áberandi klúðrið á því sviði er „græni veggurinn“ sem er risinn upp í Suður-Mjódd, að Álfabakka 2a.

Auðvitað hafa fjölmiðlar fjallað ítarlega um Álfabakkamálið og rakið helstu málavexti en til að skilja til fulls hvernig þetta skipulagsklúður gat gerst er ástæða til að elta peningana (e. follow the money).

Peningaslóðin

Á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara er starfandi skrifstofa eigna og atvinnuþróunar en í skýrslu um Braggamálið frá desember 2018, sem samin er af

...