TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í upphafi mánaðarins og hefur að undanförnu annast eftirlit í efnahagslögsögu Íslands ásamt því að sinna æfinga- og þjálfunarflugi. Árið 2025 er áætlað að flugvélin verði í tvo mánuði í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í upphafi mánaðarins og hefur að undanförnu annast eftirlit í efnahagslögsögu Íslands ásamt því að sinna æfinga- og þjálfunarflugi.
Árið 2025 er áætlað að flugvélin verði í tvo mánuði í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu. Hina 10 mánuðina verður vélin á Íslandi og verður það lengri viðvera hér en nokkur undanfarin ár.
Eins og fram hefur komið í fréttum fór TF-SIF síðasta vor í umfangsmikla skoðun sem lengdist verulega vegna þeirra viðgerða sem nauðsynlegt var að ráðast í á hreyflum flugvélarinnar. Viðgerð vegna hreyflanna lauk í nóvember.
Vegna
...