Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefur verið nefnd Valkyrjustjórnin, tekur við völdum í dag. Miklar vangaveltur eru uppi um það hverjir taki við ráðherraembættum í nýrri ríkisstjórn en heimildir Morgunblaðsins herma að …

Hermann Nökkvi Gunnarsson

Ólafur E. Jóhannsson

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefur verið nefnd Valkyrjustjórnin, tekur við völdum í dag. Miklar vangaveltur eru uppi um það hverjir taki við ráðherraembættum í nýrri ríkisstjórn en heimildir Morgunblaðsins herma að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verði forsætisráðherra.

Kristrún fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands 3. desember og þann dag ákváðu formennirnir að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Á fimmtudag tilkynnti Kristrún að þær Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar væru „búnar að ná saman“.

Í dag munu þingflokkar flokkanna og flokksstofnanir samþykkja tillögur um ráðherraskipan

...