Víkingur Ari Sigurpálsson er einn þeirra sem gætu fært sig um set.
Víkingur Ari Sigurpálsson er einn þeirra sem gætu fært sig um set. — Morgunblaðið/Eggert

Arnar Gunnlaugsson á von á því að einhverjir af lykilmönnum Víkings yfirgefi félagið þegar janúarglugginn verður opnaður. Ari Sigurpálsson, Gísli G. Þórðarson, Karl F. Gunnarsson og Danijel D. Djuric hafa allir verið orðaðir við lið erlendis undanfarnar vikur. „Ég á von á því að það verði einhverjir leikmenn seldir. Ari, Gísli, Kalli og Danni hafa allir verið nefndir til sögunnar í fjölmiðlum,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Nánar má lesa um málið á mbl.is/sport/efstadeild.