Jóhannes Guðmundsson fæddist 13. mars 1926. Hann lést 1. desember 2024.

Útför Jóhannesar fór fram 13. desember 2024.

Jóhannes, fyrrverandi bóndi á Arnarhóli í gamla Gaulverjabæjarhreppi, lifði heila öld og rúmu ári skemur. Keyrði bíl fram á síðustu ár og bjó heima með konu sinni Borghildi til síðasta dags.

Arnarhóll var kostajörð til kúabúskapar og nautgriparæktar þó hún sé ekki stór. Þegar vélaöldin gekk í garð og túnræktin tók við af engjaheyskap var Gegnishólahverfið óskastaður hvers bónda. Móbergshryggurinn og lausmyldinn jarðvegurinn í nálægð óskasáningarstaður fyrir bæði vallarfoxgras og önnur blaðmikil afbrigði sem lifa þar vel í túnum – bæði til heyskapar og beitar. Jói var ræktunarmaður. Til er skemmtileg mynd af Jóa og Guðmundi hins vörpulega föður hans að bera á túnin með

...