Hafsteinn Sigurðsson fæddist 15. júní 1938. Hann lést 5. desember 2024.
Útför Hafsteins fór fram 16. desember 2024.
Elsku afi okkar.
Við trúum því varla að þú sért farinn frá okkur. Eftir sitja ótal margar minningar sem munu ylja fyrir lífstíð. Þú og amma hafið alltaf verið eitt og eruð nú saman á ný.
Afi og amma lögðu mikið upp úr samverustundum með fjölskyldunni og eigum við því margar dýrmætar minningar frá þeim. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma upp á Vesturberg og eyða tíma með þeim.
Ein af þeim minningum sem standa upp úr er þegar afi og amma buðu öllum barnabörnum og fjölskyldum þeirra á Vox í hádegishlaðborð. Það var ótrúlega dýrmæt stund og það sást á þeim hvað þau nutu sín vel. Samverustundir með fjölskyldunni voru
...