Þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Kuomintang (í hvítu) sjást hér ryðja sér leið inn í þingsalinn í þinghúsi Taívan-eyju í gær, en stjórnarþingmenn Lýðræðislega framfaraflokksins, DPP, höfðu lokað sig inni í þingsalnum um nóttina til þess að tefja fyrir þriðju umræðu umdeilds lagafrumvarps.
Tókust þingmenn á í þingsalnum og létu hendur skipta. Þá helltu sumir þingmenn úr vatnsflöskum yfir pólitíska andstæðinga sína.
Stjórnarandstaðan hefur nú meirihluta á þingi, en Lai Ching-te, forseti eyjunnar og leiðtogi DPP, segir að frumvarpið gæti skaðað lýðræðið í Taívan, þar sem það miðar að því að gera það erfiðara um vik fyrir kjósendur að víkja kjörnum embættismönnum úr starfi.