Málmur Streymisveitan Hulu mun sýna nýjan heimildarmyndaflokk í átta hlutum um málmlistina á komandi ári. Framleiðendur eru Evan Husney og Jason Eisner og staðfesti sá fyrrnefndi verkefnið á Instagram-reikningi sínum. Þar kemur fram að þeir félagar hafi unnið að flokknum um árabil. „Við ólumst upp sem málmhausar og höfum alltaf verið heillaðir af mærum fantasíu og veruleika. Hljóðheimur helstu goðsagna greinarinnar er ríkur að sögum sem aldrei hafa verið sagðar, að ekki sé talað um allar þrengingar og sprengingar og við getum ekki beðið eftir að taka saman höndum með Hulu og sýna ykkur að á bak við huluna eru þetta bara venjulegir menn.“