Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), tilkynnti nýlega áform um að halda sérstakar viðræður í janúar um framtíð bílaiðnaðarins í Evrópu. Mikil vandræði hafa verið í þeim iðnaði í Evrópu, niðurskurður, verkföll og skert samkeppnishæfni á alþjóðavísu.
Fram kemur í tilkynningu ESB að viðræðurnar miði að því hvernig skuli bregðast skjótt við brýnum þörfum bílaiðnaðarins. Frú von der Leyen lagði áherslu á mikilvægi iðnaðarins fyrir evrópskan efnahag og verða nútímavæðing regluverks og beinn fjárhagslegur stuðningur tekinn fyrir.