„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og það verður virkilega gaman að kljást við Sverri Inga Ingason,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík, en Víkingar mæta gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti …
Þjálfari Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans í Víkingi úr Reykjavík eru komnir í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Þjálfari Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans í Víkingi úr Reykjavík eru komnir í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeild

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og það verður virkilega gaman að kljást við Sverri Inga Ingason,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík, en Víkingar mæta gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu í febrúar.

Dregið var í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær en fyrri leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli 13. febrúar og sá síðari í Aþenu í Grikklandi 20. febrúar.

Sigurvegarinn tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í Fiorentina bíða, eða Rapid Vín frá Austurríki, en dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar

...