Bækur
María Margrét Jóhannsdóttir
Fortíð og nútíð kallast á í bók Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara og rithöfundar, sem ber heitið Útlit loptsins. Í heilt ár, klukkan tólf á hádegi, hélt Einar Falur út og tók mynd af himninum. Eins skrásetti hann veðurupplýsingar frá Veðurstofunni og bar saman við 177 ára veðurathuganir Árna Thorlaciusar (1802-1891), kaupmanns í Stykkishólmi, sem var fyrstur manna til að skrá veðrið á Íslandi með formlegum hætti.
Áratugum saman hafði Árni skráð veðrið, sex sinnum á dag og beitti þeim mælitækjum sem honum stóðu til boða á þeim tíma. Hann lét þó ekki nægja að skrá hlutlausar upplýsingar á borð við vindhraða, vindátt og hitastig heldur skráði hann einnig sitt eigið huglæga mat á himninum undir sérstökum lið sem bar heitið útlit loptsins
...