Útför Jóns Nordal, tónskálds og fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Jón lést fyrr í þessum mánuði, á 99. aldursári. Kistuna báru tónskáldin Guðmundur Hafsteinsson, Kjartan Ólafsson,…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Útför Jóns Nordal, tónskálds og fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Jón lést fyrr í þessum mánuði, á 99. aldursári.

Kistuna báru tónskáldin Guðmundur Hafsteinsson, Kjartan Ólafsson, Þuríður Jónsdóttir, Mist Þorkelsdóttir, Atli Ingólfsson og Karólína Eiríksdóttir.

Sr. Sveinn Valgeirsson jarðsöng og minningarorð las Snorri Sigfús Birgisson.

Víkingur Heiðar Ólafsson lék á píanó og Guðný Einarsdóttir á orgel. Sönghópurinn Cantoque Ensemble sá um söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Jón Nordal var eitt af ástsælustu tónskáldum þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi síðastliðna öld.

...