Vetrarsólstöður verða í dag, laugardaginn 21. desember, nánar tiltekið klukkan 09:20:30. Þetta er stundin þegar sólin stendur kyrr eitt augnablik en byrjar svo að hækka á lofti. En bara hænufet í fyrstu, eins og það er oft orðað
— Morgunblaðið/Eggert

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Vetrarsólstöður verða í dag, laugardaginn 21. desember, nánar tiltekið klukkan 09:20:30. Þetta er stundin þegar sólin stendur kyrr eitt augnablik en byrjar svo að hækka á lofti. En bara hænufet í fyrstu, eins og það er oft orðað. Í Íslenska almanakinu segir að nafnið sólstöður vísi til þess að sólin séð frá jörðu stendur kyrr á himni, það er hún hættir að hækka eða lækka á lofti og gerist það á sömu stundu alls staðar á jörðinni. Sólstöður er því hægt að tímasetja hárnákvæmt. Hér hefur morgunsólin varpað birtu á Hótel Berg við smábátahöfnina í Keflavík.