Tími jólabókaflóðsins er alltaf jafnskemmtilegur og spennandi. Kiljan verður að vikulegu ritúali þar sem ég, verandi lesandi en ekki rithöfundur, hlakka til að heyra hvað gagnrýnendatvíeyki vikunnar segir (og að hlusta á viðtöl við rithöfunda auðvitað).
Nýlega keypti ég tvær ljóðabækur beint frá býli, sem ég mæli með að gera, því mér líður eins og drottningu þegar mín bíður árituð ljóðabók í póstkassanum, þó ég hafi vissulega greitt fyrir hana.
Önnur þeirra var Sólin er hringur sem er fyrsta ljóðabók Höllu Þórðardóttur, sem ber þess ekki merki að vera sú fyrsta. Mér fannst erfitt að klára hana því ég tímdi því ekki! Mæli eindregið með henni. Hin var Aðlögun eftir Þórdísi Gísladóttur. Hún er eins og viss samfélagsspegill, það er mikill húmor í henni og góðar ábendingar á við „meira er að marka vini en markþjálfa.“ Mæli sannarlega með
...