Viðburður með yfirskriftina „Syngjum jólin inn“ verður haldinn í Hallgrímskirkju á morgun, 22. desember, kl. 17. Þar verður boðið upp á almennan söng, kórsöng og lestra. Kór Hallgrímskirkju, Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju syngja og leiða…
Viðburður með yfirskriftina „Syngjum jólin inn“ verður haldinn í Hallgrímskirkju á morgun, 22. desember, kl. 17. Þar verður boðið upp á almennan söng, kórsöng og lestra. Kór Hallgrímskirkju, Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Agnesar Jórunnar Andrésdóttur og Magnúsar Ragnarssonar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Prestar safnaðanna lesa úr ritningunni. Aðgangur er ókeypis.