Einhvern veginn man ég miklu minna eftir dýrari gjöfum sem ég hef fengið – nema kannski Mont Blanc-pennanum sem konan mín gaf mér um árið.
— Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Hver eru þín eftirminnilegustu jól?

Ég átti hamingjuríka bernsku hjá góðum foreldrum, í góðu hverfi og með góða vini, og þess vegna er ég mikið jólabarn. Af einhverjum ástæðum man ég einna best eftir jólum, kannski var það 1972, rafmagnið var alltaf að fara og það var mikill snjór og allt var fjarskalega jólalegt. Ég og vinur minn vorum að fara út með vörur frá lítilli hornverslun og notuðum til þess skíðasleða. Kannski var þetta erfitt fyrir fullorðna fólkið en dásemd fyrir börnin. Tilfinningin sem situr eftir í mér frá þessum desembermánuði fyrir löngu er held ég hinn sanni jólaandi.

Hvað er besta jólagjöf sem þú hefur gefið eða fengið?

Ég man best eftir bókastafla sem foreldrar mínir gáfu mér þegar hef verið svona níu eða tíu ára. Ég átti ekki von

...