Við fengum öll í magann þessi jól en gerðum gott úr málunum, einhverra hluta vegna eru þetta svo eftirminnileg jól.
— Morgunblaðið/Eggert

Hver eru þín eftirminnilegustu jól?

Það sem er einna eftirminnilegast frá jólum æsku minnar eru sennilega þau jól sem ég náði að sofna á pelsinum hennar ömmu. Ég hef alltaf farið í messu á aðfangadag. Þegar ég var lítil fórum við systkinin með pabba í Hallgrímskirkju meðan mamma var heima að klára að elda í ró og næði. Þar hittum við ömmu og afa og það var alltaf best að ná sæti við hliðina á ömmu og sofna á öxlinni hennar, ég sökk svoleiðis inn í pelsinn. Það var mikill léttir að vakna við Heims um ból og vita að biðin eftir pökkunum væri nu senn á enda.

Önnur jól sem eru eftirminnileg eru fyrstu jólin sem við Teitur maðurinn minn héldum heima hjá okkur. Hann eldaði kalkún og svo klukkan 18, þegar við byrjum að borða, sé ég að hann er orðin náfölur. Við fengum öll í magann þessi jól en gerðum gott úr

...