Sólveig Ásbjarnardóttir fæddist 26. janúar 1926. Hún lést 9. desember 2024.

Útför var 19. desember 2024.

Hjá ömmu og afa var alltaf svokallað „afaherbergi“ aukaherbergi þar sem mátti finna lítinn sófa, sjónvarpstæki, bækur, fjölskyldumyndir og lítið skrifborð að ógleymdri gamalli loklausri majónesdós í efstu skúffu, fullri af klinki sem aldrei gekk til þurrðar og alltaf var hægt að slá lán. Og þar var afa oftast að finna.

Eldhúsið var hins vegar ömmu, skuldlaust, einn hlýjasti og besti staður æsku minnar. Og þar á ég margar af bestu minningunum um ömmu, því töfrarnir búa í hversdagsleikanum, hinu smáa. Ég þarf bara að loka augunum og þá er ég sestur við eldhúsborðið hjá ömmu í Dalselinu. Hún stendur við gluggann sem endranær, með litla kaffibollann sinn, kannski að maula eitthvað

...