Víkingar eiga mikið hrós skilið fyrir einstaka frammistöðu í Evrópumótum karla í fótbolta á þessu tímabili. Þeir hafa náð lengra en nokkurt annað íslenskt karlalið í sögunni og enn sér ekki fyrir endann á ævintýrinu sem nær í það minnsta fram í febrúar

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar eiga mikið hrós skilið fyrir einstaka frammistöðu í Evrópumótum karla í fótbolta á þessu tímabili.

Þeir hafa náð lengra en nokkurt annað íslenskt karlalið í sögunni og enn sér ekki fyrir endann á ævintýrinu sem nær í það minnsta fram í febrúar.

Þá mæta þeir firnasterku liði Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar og fyrirfram ætti það að vera óyfirstíganlegur hjalli. En hver veit?

Víkingar hafa nú þegar tryggt sér um 817 milljónir króna í greiðslur frá UEFA vegna frammistöðunnar en síðan er ferðakostnaður og annar kostnaður við keppnina að sjálfsögðu dreginn frá.

Til samanburðar fá Valur, Stjarnan og Breiðablik öll um 100

...