Gyldendal í Danmörku hefur tryggt sér réttinn á glænýrri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Ég færi þér fjöll, en óvenjulegt þykir að það gerist jafn stuttu eftir útkomu
Gyldendal í Danmörku hefur tryggt sér réttinn á glænýrri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Ég færi þér fjöll, en óvenjulegt þykir að það gerist jafn stuttu eftir útkomu. Kristín Marja nýtur að sögn útgefanda mikillar hylli í Danmörku og nefnir í því samhengi viðbrögð þarlendra gagnrýnenda við fyrri bókum hennar. Vísar útgefandi m.a. í að Weekendavisen hafi sagt um síðustu bók hennar, Götu mæðranna, að þetta væri „framúrskarandi skáldsaga“. Þá nefnir hann einnig að þegar Svartalogn kom út hafi gagnrýnandi Politiken sagt að Kristín Marja skrifaði oft um konur sem væru á mörkum hins venjulega og hafi gefið bókinni fimm hjörtu af sex mögulegum.