Þrír helstu framherjar íslenskrar knattspyrnu í dag leika með liðum í efstu deildum Spánar, Ítalíu og Belgíu og ættu að sjá til þess að Ísland geti teflt fram spennandi og marksækinni framlínu á næstu árum
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson — Morgunblaðið/Eyþór

Sóknin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Þrír helstu framherjar íslenskrar knattspyrnu í dag leika með liðum í efstu deildum Spánar, Ítalíu og Belgíu og ættu að sjá til þess að Ísland geti teflt fram spennandi og marksækinni framlínu á næstu árum.

Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson eru rétt skriðnir yfir tvítugt en orðnir lykilmenn í landsliðinu og Albert Guðmundsson getur vonandi farið að spila aftur af krafti fyrir Íslands hönd frá og með árinu 2025.

Aftar í röðinni bíða síðan bráðefnilegir strákar eins og Benoný Breki Andrésson og Daníel Tristan Guðjohnsen en sextán íslenskir framherjar spila um þessar mundir sem atvinnumenn víðs vegar um Evrópu.

Andri

...