Helgi Vilberg Sæmundsson fæddist 13. júlí árið 1953. Hann lést 27. ágúst 2024.
Hann var jarðsunginn 16. september 2024.
Vil aðeins minnast Helga Sæm., félaga míns og skólabróður frá Iðnskólanum í Keflavík. Helgi hélt upp á sjötugsafmælið á síðasta ári en er nú farinn yfir móðuna miklu einu ári eldri.
Í minningunni var Helgi stóri bangsinn sem oftast var til hlés og hafði sig lítið í frammi. Þrátt fyrir það náði hann að skapa sér stöðu sem farsæll byggingaverktaki í sinni heimabyggð, Grindavík, og á Suðurnesjum almennt.
Því miður voru síðustu árin honum erfið þar sem fjölskyldufyrirtækið var komið í upplausn og hann eiginlega kominn út í horn.
Helgi kom í heimsókn hingað í Nátthaga á húsbílnum sínum síðasta haust þar sem við nutum
...