Þegar við bönkuðum upp á var allt á tjá og tundri á heimili vina okkar og heimilisfólkinu brá við að sjá okkur svona snemma.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hver eru þín eftirminnilegustu jól?

Eftirminnilegustu jólin voru löngu fyrir tíma fastra skorða. Á námsárum okkar bjuggum við hjónin í Mexíkó og á aðfangadagskvöld var okkur boðið í jólaboð til vinafjölskyldu. Við gerðum okkur fín eftir kúnstarinnar reglum, fórum í okkar fínasta púss og lögðum tímanlega af stað til þess að vera komin vel fyrir klukkan 18, áður en allt yrði „heilagt“. Þegar við bönkuðum upp á var allt á tjá og tundri á heimili vina okkar og heimilisfólkinu brá við að sjá okkur svona snemma. Eitthvað hafði misfarist í samskiptunum, því jólahaldið og -máltíðin hófst ekki fyrr en á miðnætti. Okkur var komið fyrir í stofunni og fengum agave-safa á meðan heimilisfólkið gerði sig og heimilið klárt. Við höfðum lítið borðað um daginn og vorum því orðin ansi svöng þegar á miðnætti jesúbarninu var skellt í litla jötu sem var á arinhillunni innan

...