Orianthi færði önnur verkefni til svo hún gæti komið fram með Alice Cooper á nýja árinu.
Orianthi færði önnur verkefni til svo hún gæti komið fram með Alice Cooper á nýja árinu. — AFP/Emma McIntyre

Endurfundir Eftir tíu ára hlé mun Orianthi standa aftur á sviði með Alice gamla Cooper snemma á nýja árinu. Ástralski gítarleikarinn er þó ekki gengin aftur til liðs við bandið fyrir fullt og fast, hún mun bara leysa Nitu Strauss af á nokkrum tónleikum en sú síðarnefnda hefur öðrum hnöppum að hneppa. Það var einmitt Strauss sem tók við gítarnum í bandi Coopersins af Orianthi 2014. Í samtali við Guitar World segir Orianthi það heiður af fá að túra á ný með Cooper enda sé hann goðsögn. „Þetta verður bullandi stemning.“