Bandarískir erindrekar funduðu í gær í Damaskus með Ahmed al-Sharaa, leiðtoga uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham (HTS), sem nú fer með völdin í Sýrlandi. Var þetta fyrsta opinbera sendiför Bandaríkjamanna til Sýrlands frá því að sýrlenska…
Bandarískir erindrekar funduðu í gær í Damaskus með Ahmed al-Sharaa, leiðtoga uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham (HTS), sem nú fer með völdin í Sýrlandi. Var þetta fyrsta opinbera sendiför Bandaríkjamanna til Sýrlands frá því að sýrlenska borgarastríðið braust út árið 2011 og sagði sýrlenskur embættismaður við AFP-fréttastofuna að allt benti til þess að niðurstöður fundarins hefðu verið jákvæðar.
Bandaríkin eru eitt þeirra ríkja sem hafa lýst HTS-samtökin hryðjuverkasamtök, en nokkur vestræn ríki hafa þrátt fyrir það sent erindreka sína til Sýrlands til þess að ræða við hina nýju valdhafa þar um ýmis álitamál, en m.a. er brýn þörf á neyðaraðstoð til landsins.