Páll Einarsson
Páll Einarsson

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hlýtur sænsku Rossby-verðlaunin í jarðeðlisfræði fyrstur Íslendinga. Í tilkynningu frá HÍ segir að tekið sé eftir framlagi Páls í þágu vísindanna en einnig þætti hans í fræðslu fyrir almenning. „Verðlaunin eru veitt á nokkurra ára fresti en með þeim er viðurkennt framlag Páls í þágu vísindanna annars vegar og hins vegar það frumkvæði sem hann hefur sýnt við að efla skilning okkar á jarðeðlisfræði og mikilvægi hennar fyrir samfélög og almenning.“

Verðlaunin voru fyrst veitt 1966 til minningar um sænska veðurfræðinginn Carl-Gustaf Rossby. Frá 2010 hefur landsnefnd Svía á sviði jarðeðlisfræði afhent verðlaunin en hún heyrir undir Konunglegu sænsku vísindaakademíuna. „Með brautryðjendarannsóknum á ferlum sem eiga sér stað á flekaskilunum á Íslandi og í Norður-Atlantshafi hefur Páll Einarsson ekki aðeins aukið þekkingu okkar heldur einnig veitt næstu kynslóð jarðvísindamanna innblástur

...