Nicole Kidman leikur yfirmanninn.
Nicole Kidman leikur yfirmanninn. — AFP/Monica Schipper

Losti Nýjasta mynd Nicole Kidman er erótíski tryllirinn Baby­girl sem Halina Reijn leikstýrir en hún skrifar jafnframt handritið. Hún leikur þar forstjóra tæknifyrirtækis í New York sem nýtur velgengni og er gift virtum leikhúslistamanni sem Antonio Banderas leikur. En hún á sér leyndarmál, losta sem ungur lærlingur, leikinn af Harris Dickinson, kyndir hressilega undir. Mun hún leggja allt undir til að geta tekið hliðarspor með undirmanni sínum sem er helmingi yngri? New York Post gefur myndinni góða umsögn, segir áhorfendur sogast inn í atburðarásina og að sagan sé kynþokkafull og ögrandi frá upphafi til enda. Babygirl kemur í bíó hérlendis á nýársdag.