LeBron James sló met þegar Los Angeles Lakers lagði Sacramento Kings að velli í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt, 113:100, frammi fyrir 18 þúsund áhorfendum í Sacramento. LeBron lék í 34 mínútur af 48 og er þar með orðinn sá leikmaður í…
LeBron James sló met þegar Los Angeles Lakers lagði Sacramento Kings að velli í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt, 113:100, frammi fyrir 18 þúsund áhorfendum í Sacramento. LeBron lék í 34 mínútur af 48 og er þar með orðinn sá leikmaður í sögu NBA sem hefur spilað flestar mínútur í deildinni, eða samtals 57.471 mínútu. Hann fór fram úr sjálfri Lakers-goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar sem lék í 57.446 mínútur í deildinni á sínum tíma.