Portúgalski knattspyrnumaðurinn Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, verður frá keppni vegna vöðvameiðsla næstu þrjár til fjórar vikur. Dias er lykilmaður Man. City og því um mikið áfall að ræða fyrir liðið, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum í öllum keppnum.
Handknattleiksmaðurinn Arnór Viðarsson er genginn til liðs við þýska félagið Bergischer að láni frá danska félaginu Fredericia. Hjá Bergischer hittir Arnór fyrir nafna sinn, þjálfarann Arnór Þór Gunnarsson, og leikmanninn Tjörva Tý Gíslason. Bergischer er í efsta sæti þýsku B-deildarinnar.
Knattspyrnukonan Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við danska félagið Köge sem gildir til sumarsins 2026. Fyrri samningur hennar átti að renna út næsta sumar. Emelía sleit krossband í hné í ágúst
...