30 ára Rebekka er Garðbæingur og býr í Urriðaholti í dag. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk síðan fullnaðarprófi í lögfræði frá sama skóla. Rebekka er lögfræðingur hjá KPMG Law. Áhugamál eru útivist, hreyfing og vera með fjölskyldu og vinum.


Fjölskylda Maki Rebekku er Björn Róbert Sigurðarson, f. 1994, lögfræðingur hjá Deloitte Legal. Dætur þeirra eru María Kristín, f. 2022, og Margrét Andrea, f. 2024. Foreldrar Rebekku eru Bjarni Heiðar Matthíasson, f. 1967, framkvæmdastjóri og María Halldórsdóttir, f. 1969, skrifstofustjóri. Þau eru búsett í Garðabæ.