Bíó Paradís Anora ★★★★½ Leikstjórn, handrit og klipping: Sean Baker. Aðalleikarar: Mikey Madison, Mark Eydelshteyn, Yura Borisov, Karren Karagulian, Vache Tovmasyan, Aleksei Serebryakov og Darya Ekamasova. Bandaríkin, 2024. 139 mín.
Anora Mark Eydelshteyn og Mikey Madison eru eftirminnileg í hlutverkum sínum í Anoru, kvikmynd Seans Baker.
Anora Mark Eydelshteyn og Mikey Madison eru eftirminnileg í hlutverkum sínum í Anoru, kvikmynd Seans Baker.

kvikmyndir

Helgi Snær

Sigurðsson

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Sean Baker hefur gert nokkrar vandaðar og hugvekjandi kvikmyndir hin síðustu ár, kvikmyndir sem einkennast af raunsæislegri nálgun hans á ólík viðfangsefni. Sjónum hefur í nokkrum þeirra verið beint að þjóðfélagshópum sem jafnan njóta lítillar virðingar og mæta fordómum, m.a. fólki sem hefur tekjur af því að selja líkama sinn með einum eða öðrum hætti, hvort heldur er með vændi, dansi á strípistöðum eða klámi. Myndir Baker eiga það sameiginlegt að bera virðingu fyrir þessu fólki, í stað þess að dæma það.

Sú nýjasta, Anora, var fyrir skömmu tekin til sýninga í Bíó Paradís og hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga. Þau merkustu eru væntanlega Gullpálminn í Cannes sem

...