Þá eru þessar blessuðu kosningar afstaðnar og aftur hægt að mögla yfir óréttlæti heimsins og misvægi atkvæða milli landshluta. Það væri líka hægt að kvarta yfir of stórum kjördæmum þar sem ekkert hangir saman nema ósamræðið og það að ekki er lengur…
Þá eru þessar blessuðu kosningar afstaðnar og aftur hægt að mögla yfir óréttlæti heimsins og misvægi atkvæða milli landshluta.
Það væri líka hægt að kvarta yfir of stórum kjördæmum þar sem ekkert hangir saman nema ósamræðið og það að ekki er lengur yfir óbrúaðar ár og torfæra fjallvegi að fara til að sendast enda á milli í kjördæminu. Já, ég er að meina Suðurkjördæmi sem mælir alla suðurströndina frá Höfn í Hornafirði til Hafna á Reykjanesi og gott betur.
Engin furða að úrslitin komi Mið-Sunnlendingum á óvart, sem þekkja lítið til þeirra flokka og frambjóðenda sem hæst skoruðu núna í þessu kjördæmi.
Auðvitað er þetta allt besta fólk, en hagsmunir manna við sjávarsíðuna og hinna sem fjær henni búa eru einfaldlega ekki alltaf þeir sömu.
...