Hörn fæddist 14. október 1938. Hún andaðist 10. desember 2024.
Útför hennar fór fram 19. desember 2024.
Það var fámennur hópur sem mættist uppi í risi á fyrsta skóladegi nýstofnaðs Kennaraháskóla Íslands, haustið 1971. Þar hitti ég Hörn Harðardóttur í fyrsta sinn. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun tengdumst við strax vinaböndum, sem efldust á þeim þremur námsárum sem voru fram undan, fyrir svonefnda B.Ed.-gráðu. Þarna var samankominn músíkalskur hópur, sem Jóni Ásgeirssyni tónskáldi tókst að tengja saman í lítinn kór. Eftir útskrift tvístraðist hópurinn í ólíkar áttir, án þess að missa þann þráð sem nú þegar var spunninn.
Hörn átti síðar eftir að beina mér inn á braut sem tengdist hennar starfi sem kennari fatlaðra og þroskaheftra nemenda við Öskjuhlíðarskóla. Á þessum árum starfaði ég við opna skólann
...