Reynum nú að hugsa um alla samborgara okkar á Jörðinni sem kunningja okkar með eyrun venjulegu; hvort sem þau eru lítil eða stór, ljós eða dökk.
Tryggvi V. Líndal
Tryggvi V. Líndal

Tryggvi V Líndal

Nú þegar fólk er farið að dansa í kringum jólatrén á samkomum, þá eykst þörfin fyrir að líta á allt þjóðfélagið með samkennd; innan lands sem utan. Því er gott ef hægt er að finna þar hjálplegan samnefnara.

Og hvað er það sem við sjáum að fólk á sameiginlegt, þegar fjölbreyttir hópar eru að leiðast í kringum jólatrén? Hvað sameinar börnin, foreldrana, gamla fólkið; stúlkurnar, mæðurnar, ömmurnar; drengina, feðurna og afana; og nýbúana okkar frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku?

Það er ekki hvernig fólk syngur eða klæðir sig eða skreytir hörundið og hárið. Nei, það eru eyrun!

Eyrnasvipurinn sígildi.

Þessir fylgihlutir manneskjunnar; sjálf eyrun; sem við erum mörg svo dugleg við að

...