Gróa Ormsdóttir fæddist 13. mars 1936. Hún lést 25. nóvember 2024.

Útför hennar var gerð 9. desember 2024.

Elsku amma Gróa, það var erfitt að geta ekki verið hjá þér á þínum síðustu stundum. Sérstaklega þar sem við áttum svo gott samband eftir að hafa búið í sama húsi á Tjarnarbrúnni. Ég var svo innilega heppinn að hún mamma mín sagði oft við mig: „Þorsteinn, þú ert svo léttur á fæti, farðu niður og láttu ömmu vita að það er kominn matur.“ Einnig fékk ég símtöl frá ömmu þar sem hún þurfti hjálp með að stilla sjónvarpið.

Þegar ég horfi til baka þá voru þessar litlu stundir sem við amma áttum saman mjög dýrmætar. Hún amma bað mig oft að hreyfa bílinn sinn þar sem hún keyrði ekki mikið. Ég gerði það með glöðu geði enda nýkominn með bílpróf og fékk það verk að þenja bílinn svo hann myndi

...