Ört vaxandi regluverk Evrópusambandsins í samspili við óraunsæ áform um loftslagsmál eru að valda ríkjum sambandsins æ meiri efnahagslegum erfiðleikum. Ekki eru nema fjögur ár frá því að ESB setti bílaiðnaði sambandsins metnaðarfull „græn“ markmið sem áttu í raun að útiloka nýja bíla með sprengihreyflum árið 2035. Afleiðingin er stórkostlegur vandi bílaframleiðenda og á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs fækkaði störfum í geiranum um 30.000 innan ESB.
Enn alvarlegra er þó til lengri tíma litið hve neikvæð þróunin hefur verið í rannsóknum og þróun hjá fyrirtækjum innan ESB borið saman við helstu keppinauta, Bandaríkin og Kína. Í FT er fjallað um þennan vanda og þar er meðal annars skoðað hversu mörg af þeim 2.500 fyrirtækjum veraldar sem verja mestu í rannsóknir og þróun eru á ólíkum svæðum á síðasta áratug eða svo. Frá árinu 2013 hefur bandarískum fyrirtækjum heldur fjölgað í
...