Aðstaða fyrirtækisins Gassco í Aukra.
Aðstaða fyrirtækisins Gassco í Aukra.

Lögmannsréttur Frostaþings í Noregi dæmdi á föstudaginn að sveitarfélagið Aukra í Mæri og Raumsdal skyldi sýknað af kröfu fyrirtækisins Gassco um að endurgreiða 300 milljónir norskra króna, jafnvirði hátt í 3,7 milljarða íslenskra króna, í eignarskatta. Staðfesti lögmannsréttur með því dóm héraðsdóms frá því í fyrrahaust þess efnis að ekki þætti ástæða til að víkja úrskurði kærunefndar í eignarskattsmálum til hliðar í máli Aukra, auðugasta sveitarfélags Noregs, í krafti skattgreiðslna fyrirtækisins Gassco sem þar rekur stórvirkan tækjabúnað til að koma gasi frá vinnslupöllum í land. Snerist málið um greiðslur áranna 2018-'22 sem Gassco taldi byggjast á allt of hárri álagningu. Reyndist sá áburður tóm tjara og því engin endurgreiðsluskylda.