Samtök íþróttafréttamanna kjósa í ár íþróttamann ársins í 69. skipti frá árinu 1956. Samtökin hafa tilkynnt hvaða íþróttamenn enduðu í efstu tíu sætunum, og um leið hverjir urðu efstir í kjörinu á þjálfara ársins og kjörinu á liði ársins
Íþróttamaður ársins
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Samtök íþróttafréttamanna kjósa í ár íþróttamann ársins í 69. skipti frá árinu 1956.
Samtökin hafa tilkynnt hvaða íþróttamenn enduðu í efstu tíu sætunum, og um leið hverjir urðu efstir í kjörinu á þjálfara ársins og kjörinu á liði ársins.
Kjörinu verður lýst laugardagskvöldið 4. janúar og þá kemur í ljós hver er íþróttamaður ársins, þjálfari ársins og lið ársins.
Sex af þeim tíu sem koma til greina í ár hafa áður verið í hópi tíu efstu í kjörinu og einn þeirra, Ómar Ingi Magnússon, hefur tvisvar verið kjörinn íþróttamaður ársins, bæði 2021 og 2022.
Sigurvegarinn 2023, Gísli Þorgeir
...